Get­ur fram­hjá­hald átt sér stað í góðum sam­bönd­um?

Ágústa Ósk Óskarsdóttir.
Ágústa Ósk Óskars­dótt­ir.

„Oft er mik­ill mun­ur á því sem fólk al­mennt tel­ur vera rétt varðandi til­tek­in mál­efni og svo staðreynd­um máls. Slík er ein­mitt raun­in þegar rætt er um eðli og or­sak­ir fram­hjá­halds. Hér á eft­ir mun ég setja fram full­yrðing­ar sem eru al­geng­ar en engu að síður byggðar á rang­hug­mynd­um og svo staðreynd­ir sem byggj­ast á niður­stöðum rann­sókna,“ seg­ir Ágústa Ósk Óskars­dótt­ir sem skrifaði BA-rit­gerð þess efn­is hvort para­sam­bönd ættu líf eft­ir fram­hjá­hald. Nú er hún kom­in í meist­ara­nám og er að skoða fram­hjá­hald bet­ur. Á meðan hún rann­sak­ar fram­hjá­hald ætl­ar hún að blogga á Smartlandi Mörtu Maríu. 

„Þegar pör þurfa að horf­ast í augu við að fram­hjá­hald er orðið raun­veru­leiki í sam­bandi þeirra er gott að geta leitað svara. Skipt­ir þó máli hvaðan svör­in koma því fram­hjá­hald er viðkvæmt mál­efni og svo virðist sem all­ir hafi skoðun á því og vilji ráðleggja par­inu í kjöl­farið (þeir sem ekki hafa lent í þess­um aðstæðum reyn­ast oft hafa hvað sterk­ast­ar skoðanir).

Dæmi um rang­hug­mynd og raun­veru­leika eru:

– Rang­hug­mynd: Fram­hjá­hald á sér aðeins stað í óham­ingju­söm­um hjóna­bönd­um eða para­sam­bönd­um.

– Staðreynd: Fram­hjá­hald get­ur átt sér stað í góðum sam­bönd­um. Fram­hjá­hald snýst oft ekki um ást held­ur meira um spenn­una sem felst í því að fara yfir mörk hins leyfi­lega og samþykkta.

– Rang­hug­mynd: Fram­hjá­hald snýst yf­ir­leitt aðeins um kyn­líf.

– Staðreynd: Það sem oft dreg­ur ein­stak­ling út í fram­hjá­hald er hvernig hann spegl­ar sig í aðdá­un­ar­aug­um viðhalds­ins. Annað sem spil­ar sterkt inn er að ein­stak­ling­ur­inn upp­götv­ar nýtt hlut­verk sem elsk­hugi og ný tæki­færi til að byggja upp nýtt sam­band.

– Rang­hug­mynd: Hinn ótrúi maki skil­ur alltaf eft­ir sig vís­bend­ing­ar, þannig að ef maka hans grun­ar ekk­ert þá er hann í raun í af­neit­un, gref­ur höfuðið í sand­inn og neit­ar að sjá það aug­ljósa.

– Raun­veru­leiki: Mik­ill meiri­hluti fram­hjá­halda kemst aldrei upp. Sum­ir ein­stak­ling­ar geta  hólfað líf sitt svo „vel” niður og þannig aðgreint tvö­falda lífið eða eru svo góðir lyg­ar­ar að mak­ar þeirra kom­ast aldrei að neinu.

– Rang­hug­mynd: Ein­stak­ling­ur, sem er að halda fram­hjá, sýn­ir minni áhuga á kyn­lífi heima fyr­ir.

– Raun­veru­leiki: Spenn­an, sem mynd­ast við fram­hjá­haldið, get­ur aukið ástríðuna heima fyr­ir og gert kyn­lífið enn meira spenn­andi.

– Rang­hug­mynd: Ein­stak­ling­ur sem held­ur fram­hjá er ekki að „fá nóg“ heima hjá sér.

– Raun­veru­leiki: Sann­leik­ur­inn er sá að hinn ótrúi er lík­lega ekki að gefa nóg. Staðreynd­in er sú að maki sem gef­ur of lítið af sér er í meiri hættu á að halda fram hjá en sá sem gef­ur mikið.

– Rang­hug­mynd: Ótrúr maki finn­ur að öllu sem hinn mak­inn ger­ir.

– Raun­veru­leiki: Hann eða hún geta þvert á móti farið í hina átt­ina og verið al­veg frá­bær til þess að koma í veg fyr­ir að fram­hjá­haldið upp­götvist. Þó er lík­legt að viðkom­andi ein­stak­ling­ar séu mjög dæm­andi og ljúf­ir til skipt­is.

För­um var­lega þegar kem­ur að full­yrðing­um varðandi fram­hjá­hald, sýn­um skiln­ing og til­lits­semi, hvort sem við erum að tala við ger­anda, þolanda eða þriðja aðila. “