Lýðheilsusetrið Ljósbrot

Lýðheilsusetrið Ljósbrot hefur um allt langt skeið unnið og þróað með sér hugmyndafræði sem hentar ungu fólki frá 18 ára aldri.

Við leggjum áherslu á að vinna eftir HOLOS hugmyndakerfinu sem lítur til allra þarfa einstaklingsins. Byggt er á lýðheilsulegum sjónarmiðum og heilsueflingu þar sem unnið er með mikilvægi næringar, hreyfingar, líðan og lífsstíls.

Ljósbrot er í samstarfi við Virk starfsendurhæfingasjóð um úrræðið Pepp Upp – Framtíð til farsældar. Samningurinn var undirritaður eftir að Lýðheilsusetrið Ljósbrot hafði unnið til verðlauna í hugmyndasamkeppni um þróun starfsendurhæfingarúrræðis fyrir ungt fólk í þjónustu VIRK. Þá hefur Ljósbrot fengið styrk frá Reykjavíkurborg. 

Meðal þess sem Lýðheilsusetrið Ljósbrot býður upp á er:

Einstaklingsviðtöl, námskeið, fyrirlestrar og hópavinna. Fjármálalæsi, heilsuefling, sjálfsstyrking, valdefling, markmiðasetning  og líkamsvitund.
Náms- og starfsráðgjafar meta stöðu og þau tækifæri sem eru til náms eða starfsþjálfunar.
Undirbúningur og stuðningur í námi.

Undirbúningur fyrir störf og atvinnuleit.

Í þverfaglegu teymi okkar eru ráðgjafar, sálfræðingar,  fjölskylduráðgjafar, kennarar, íþróttaþjálfarar og náms- og starfsráðgjafar. Einnig er samstarf við fulltrúa á sviði íþrótta og tómstunda og viðburðastjóra hjá ýmsum stofnunum.

Nánari upplýsingar í síma 824 8830 og 821 7507. Einnig á netfanginu ljosbrot@lydheilsusetrid.is