Nýtt Pepp upp námskeið í janúar 2019

Nýtt Pepp Upp hefst á nýju ári um miðjan febrúar 2019. Um er að ræða 16. vikna námskeið. Fyrstu 8 vikurnar einkennast af gleði, hópefli, og skemmtun sem upphaf til að virkja nemendur. Til leiks mæta frábærir fyrirlesarar og þjóðþekktir einstaklingar. Nemendur eru þjálfaðir í hugrækt, jákvæðri sálfræði, valdeflingu og markþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Að auki er lagður góður grunnur að hollri næringu og læra að meta lífið og það sem það býður upp á. Seinni 8 vikurnar eru unnið markvisst með nemendum að ná markmiðum sínum og framtíðarsýn. Nemendur fá þjálfun í gegnum hlutverkaleiki í þeim tilgangi að … Halda áfram að lesa: Nýtt Pepp upp námskeið í janúar 2019

Tíu reglur til ungmenna að lifa hamingjusamlega

Vertu þú sjálf/ur. Hugsaðu hvað það er ,,cool‘‘ að það er aðeins til ein/n ÞÚ? Það verður aldrei til annað eintak af þér! ALDREI! Frábæra ÞÚ? Ekki eyða öllum krafti þínum til að reyna að passa við mannfjöldann. Verið hugrökk, standið með ykkur! Finnið leiðir til að vera hamingjusöm NÚNA! Lærðu af þeim sem kann að vera sérfræðingur í sjálfum sér. Það er ekki skynsamlegt að segja:.. „Ég ætla að vera hamingjusamur þegar…“ Það gerist aldrei neitt með því hugarfari. Þú verður að finna eitthvað málefni á hverjum degi á hverju augnabliki sem kemur gleðinni af stað. Hamingjan er í … Halda áfram að lesa: Tíu reglur til ungmenna að lifa hamingjusamlega

Get­ur fram­hjá­hald átt sér stað í góðum sam­bönd­um?

Ágústa Ósk Óskars­dótt­ir.   „Oft er mik­ill mun­ur á því sem fólk al­mennt tel­ur vera rétt varðandi til­tek­in mál­efni og svo staðreynd­um máls. Slík er ein­mitt raun­in þegar rætt er um eðli og or­sak­ir fram­hjá­halds. Hér á eft­ir mun ég setja fram full­yrðing­ar sem eru al­geng­ar en engu að síður byggðar á rang­hug­mynd­um og svo staðreynd­ir sem byggj­ast á niður­stöðum rann­sókna,“ seg­ir Ágústa Ósk Óskars­dótt­ir sem skrifaði BA-rit­gerð þess efn­is hvort para­sam­bönd ættu líf eft­ir fram­hjá­hald. Nú er hún kom­in í meist­ara­nám og er að skoða fram­hjá­hald bet­ur. Á meðan hún rann­sak­ar fram­hjá­hald ætl­ar hún að blogga á Smartlandi Mörtu … Halda áfram að lesa: Get­ur fram­hjá­hald átt sér stað í góðum sam­bönd­um?

Hinn gullni meðalvegur

  Ég hef verið garfandi í heilsutengdum efnum sl. 18 ár. Hér að neðan er samantekt á því sem mér finnst ég hafa komist að eftir allt þetta heilsubrölt, öðrum hugsanlega til aðstoðar og einföldunar. Ég held að sama mataræði henti ekki öllum. Og stundum hentar manni svona mataræði núna, en ekki seinna (ef þið skiljið mig – og þá breytir maður til). Aðalmálið er að hafa matinn hreinan og forðast eftirlíkingar af mat, drekkhlaðnar aukaefnum og orðum sem enginn skilur. Heillavænlegast fyrir líkama og sál er að velja alltaf gæði og hreinleika. Það mun á endanum ekki kosta meira … Halda áfram að lesa: Hinn gullni meðalvegur

Kvíði og þunglyndi helsta kvöl ungmenna í dag

Frá því við opnuðum Lýðheilsusetrið Ljósbrot hefur fjöldi ungs fólks leitað til okkar vegna kvíða, þunglyndis, félagsfælni og fíknar af ýmsu tagi. Öll eiga það sameiginlegt að þrá að komast út í lífið og verða virk og hamingjusöm. Við höfum rekist á að þau sem hafa leiðst út í neyslu fíkniefna eru öll með mikinn kvíða og vanlíðan sem hefur haft þau áhrif að draga úr virkni þeirra í skóla og vinnu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að geðrænir sjúkdómar verði ríkjandi árið 2030 og að fjöldi þeirra sem þurfi að kljást við þunglyndi, kvíða eða depurð einhvern tíma á ævinni muni … Halda áfram að lesa: Kvíði og þunglyndi helsta kvöl ungmenna í dag

Fimmtán atriði sem stuðla að árangri og ánægju í vinnu/námi hvern dag

Vinsældir hugræktar hafa vaxið mjög á síðustu misserum. Fólk gerir sér æ betur grein fyrir því að ástundun hugræktar er jafn mikilvæg og ástundun líkamsræktar. Mörgum hefur þó fundist erfitt að samhæfa hugrækt að lífi og starfi. Hafa ber í huga að ástundun hugræktar er langhlaup sem aldrei er of seint að hefja. Hér er ein hugmynd að góðum degi. 1. Byrjaðu daginn með 10 mínútna núvitundar-hugleiðslu. 2. Taktu þér tíma til að njóta að borða morgunmatinn heima. 3. Minntu þig á, hvern dag, að þakka fyrir að vera á lífi og eiga næstu nýju 24 klukkustundir lífsins. 4. Forðastu … Halda áfram að lesa: Fimmtán atriði sem stuðla að árangri og ánægju í vinnu/námi hvern dag

Nýtt upphaf – ný tækifæri

Nýtt ár markar ntt upphaf, ný tækifæri og margir strengja heit á þessum tímamótum. Oft er það eitthvað sem snýst um að breyta lífi okkar til batnaðar. Í nýlegri rannsókn á „árangri áramótaheita“, kemur fram að rúmlega 70% einstaklinga ná ekki að halda út nema í stuttan tíma. Heimspekingurinn og sálfræðingurinn William James sagði: „Til að gera breytingar á lífi okkar, verðum við gera það með áþreifanlegum hætti með glans en engum væntingum“. Þegar við veltum því fyrir okkur af hverju við setjum okkur markmið eða áramótaheit, þá er ástæðan sú að við viljum vera hamingjusamari. Þá er næsta spurning: Hvað … Halda áfram að lesa: Nýtt upphaf – ný tækifæri

Finnum samkenndina um jólin

Margir kannast við að gátlistinn lengist þegar jólin nálgast. Við teljum okkur trú um að þurfa að klára hann svo jólin verði fullkomin. Þrífa allt, baka, þræða á milli búða, mæta í jólaboð, fara á jólasýningar o.s.frv. Margt er ómissandi og ánægjulegt í jólaundirbúningnum og liður í að komast í jólaskap með fjölskyldu og vinum. En stundum getur tilstandið orðið það mikið að það vex okkur yfir höfuð og okkur finnst við ekki ráða við aðstæður. Við förum að hafa áhyggjur af öllu sem við eigum eftir að gera sem við komumst ekki yfir með góðu móti. Það getur valdið … Halda áfram að lesa: Finnum samkenndina um jólin

Leikur lífsins

Hvenær hættir þú að leika þér? Hefur þú velt fyrir þér hver sé tilgangurinn með „leik lífsins“ og hvernig við getum leikið hann til fullnustu? Mörgum finnst við tímalaus, áhyggjufull, að okkur skorti svo margt sem við teljum okkur þurfa nauðsynlega. Sífellt bætist við listann sem við teljum okkur þurfa að ná til að öðlast hamingju. Þetta gerum við ómeðvitað til að fylla upp í skortinn sem er oft innra með okkur. Í hraða nútí mans gleymum við oft að lífið er endalaust ævintýri. Við sjáum oft ekki að lífið er uppfullt af tækifærum. Nú gæti eflaust einhver sagt: „Nei, … Halda áfram að lesa: Leikur lífsins

Notum jólamánuðinn í að hlúa að þeim sem minna mega sín

Fíkn tekur á sig margar og mismunandi myndir. Fíknin fer er ekki í manngreinarálit, spyr ekki um stétt eða stöðu og getur vaknað á hvaða aldri sem er. Það sem öll fíkn á þó sameiginlegt er flótti frá tilfinningalegri líðan. Fíkn framkallar breytingu á ástandi í miðtaugakerfi. Miðtaugakerfið stjórnar m.a. líðan, framkomu og hegðun. Ólíkir hlutar heilans hafa mismunandi störfum að gegna. Þegar ávana- og fíkniefni eru notuð breytist starfsemi þessara stöðva. Kvíði, óánægja, sinnuleysi og tilfinningadeyfð magnast og verða hluti af lífi einstaklingsins. Sjálfsvirðing dofnar og flókið fíknarferli fer af stað. Flótti frá hinni sönnu (tilfinninga)vitund verður meiri og … Halda áfram að lesa: Notum jólamánuðinn í að hlúa að þeim sem minna mega sín