Fimmtán atriði sem stuðla að árangri og ánægju í vinnu/námi hvern dag

friendsgrouplogo

Vinsældir hugræktar hafa vaxið mjög á síðustu misserum. Fólk gerir sér æ betur grein fyrir því að ástundun hugræktar er jafn mikilvæg og ástundun líkamsræktar. Mörgum hefur þó fundist erfitt að samhæfa hugrækt að lífi og starfi. Hafa ber í huga að ástundun hugræktar er langhlaup sem aldrei er of seint að hefja. Hér er ein hugmynd að góðum degi.

1. Byrjaðu daginn með 10 mínútna núvitundar-hugleiðslu.

2. Taktu þér tíma til að njóta að borða morgunmatinn heima.

3. Minntu þig á, hvern dag, að þakka fyrir að vera á lífi og eiga næstu nýju 24 klukkustundir lífsins.

4. Forðastu að skipta tíma þínum í „minn tíma“ og „vinnutíma“. Allur tími getur verið þinn tími ef þú dvelur í núinu og ert í sambandi við það sem er að gerast í líkama þínum og huga. Það er engin ástæða til þess að tíminn í vinnunni ætti að vera minna skemmtilegri en tíminn annars staðar.

5. Reyndu að standast þá löngun að hringja í farsímann á leið til eða frá vinnu eða á stefnumót. Nýttu þér þennan tíma til að vera í núinu, náttúrunni og heiminum.

6. Finndu stað og stund í vinnunni þar sem þú getur fundið frið, tekið hlé og hvílst andartak. Taktu reglulega örstutt öndunar hlé til að tengjast líkama þínum og til að koma hugsunum þínum aftur í núið til að vera einbeitt/ einbeittur.

7. Borðaðu matinn í hádeginu í friði og ró. Ekki borða á skrifborðinu þínu eða á hlaupum. Breyttu um umhverfi. Stuttur göngutúr er góður kostur.

8. Gerðu kaffitímann sérstakan. Með því að hætta að vinna og líta djúpt í kaffið/teið/drykkinn til að sjá allt sem fór í að skapa hann: Skýin og rigninguna, plantekruna, starfsmennina og uppskeruna.

9. Fyrir fundi er gott að sjá fyrir sér frið- sælt umhverfi sem gefur þér innri ró, ró sem fylgir þér inn á fundinn.

10. Ef þú upplifir reiði eða pirring forðastu þá að segja eða gera nokkuð strax. Best er að draga djúpt andann og fylla líkamann af yfirvegun.

11. Sjáum allt samstarfsfólk okkar sem bandamenn. Samvinna skapar meiri ánægju og gleði en að vinna einn og sér. Með það að leiðarljósi að árangur og hamingja allra hinna sé þinn árangur.

12. Ástundaðu þakklæti til samstarfsmanna þinna fyrir jákvæða eiginleika þeirra. Þetta mun breyta öllu vinnuumhverfinu og skapa jafnvægi og ánægju fyrir alla.

13. Mikilvægt er að vera meðvituð/með- vitaður um að slaka á og endurheimta sjálfan sig áður en farið er heim til að bera ekki neikvæða orku eða gremju með sér.

14. Sumum finnst gott að taka sér tíma til að slaka á þegar komið er heim áður en hafist er handa við húsverkin eða sinna börnum. Mikill misskilningur er að „multitask“ skili góðum afköstum. Þá ert þú aldrei fullkomlega til staðar í neinu. Gerum einn hlut í einu og gefum honum fulla athygli.

15. Í lok dags, er gott að halda dagbók yfir alla góðu hluti dagsins. Hlúðu að gleðinni og þakklætinu reglulega svo það geti vaxið enn frekar og orðið veganesti næsta dags.

Í lauslegri þýðingu Elísabetar Gísladóttur úr úr Huff post Work Well redefining success.