Elísabet Gísladóttir

Elisabet-1-198x300

Elísabet Gísladóttir er annar stofnandi og leiðbeinandi hjá Lýðheilsusetrinu Ljósbrot þar sem hún m.a. nýtir hugrækt til að þjálfa ungt fólk sem að einhverjum orsökum hefur fallið úr skóla eða hefur ekki náð að fóta sig í lífinu, auk þess að bjóða námskeið sem byggja á fjölbreyttri hugrækt fyrir alla aldurshópa. Elísabet er með mastergráðu í lýðheilsuvísindum MPH en ritgerð hennar var kerfisbundin fræðileg samantekt á áhrifum núvitundar (Mindfulness) á þunglyndi, kvíða og streitu. Elísabet starfar sem djákni í Sóltúni. Hún er með diplóma á MA í sálgæslu og fötlunarfræðum. Þá er Elísabet með kennsluréttindi og menntaður iðnrekstrarfræðingur.

Elísabet hefur iðkað og leiðbeint ýmsar tegundir hugræktar, bæði hér á landi og erlendis í um 40 ár.

Elísabet sat í stýrihóp um innleiðingu á heilsueflandi leik- grunn og frístund fyrir hönd Reykjavíkurborgar 2015-2016 enda hefur hún brennandi áhuga á lýðheilsu, hugrækt,  almennri heilsueflingu og hamingju fólks og vill leggja sitt af mörkum að efla almenna vellíðan og hamingju fólks á öllum aldri.