Nýtt Pepp upp námskeið í janúar 2019

Nýtt Pepp Upp hefst á nýju ári um miðjan febrúar 2019.

Um er að ræða 16. vikna námskeið. Fyrstu 8 vikurnar einkennast af gleði, hópefli, og skemmtun sem upphaf til að virkja nemendur. Til leiks mæta frábærir fyrirlesarar og þjóðþekktir einstaklingar. Nemendur eru þjálfaðir í hugrækt, jákvæðri sálfræði, valdeflingu og markþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Að auki er lagður góður grunnur að hollri næringu og læra að meta lífið og það sem það býður upp á.

skor

Seinni 8 vikurnar eru unnið markvisst með nemendum að ná markmiðum sínum og framtíðarsýn. Nemendur fá þjálfun í gegnum hlutverkaleiki í þeim tilgangi að undirbúaþau undir atvinnuviðtöl og kvíðafullar aðstæður. Farið verður með nemendur í heimsóknir í skóla og vinnustaði, allt eftir áhugasviði hvers og eins.

Meðal fyrirlesara eru: Evert Víglundsson, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Bergsdóttir, Selma Björnsdóttir og Matti Osvald.

Nemendur iðka Crossfit meðan á námskeiði stendur undir styrkri leiðsögn Everts Víglundssonar. Reynslan hefur sýnt að 99% þátttakenda ná markverðum árangri með því að fara í gegnum dagskrá Pepp Upp og stunda Crossfit jafnhliða.