Seiglan sigrar vandann Nýtt námskeið að byrja 15. nóvember. Kennt verður á netinu.

Seiglan sigrar vandan 12 leiðir að lífshamingjunni Kynning:

Virkjaðu bardagamanninn innra með þér

Námskeiðið sem við bjóðum upp á byggir á fjölbreyttum rannsóknum t.d. í lýðheilsu, sálfræði, félags- og fötlunarfræðum, sálgæslufræði, lífeðlisfræði og læknisfræði. Og við nýtum fjölbreyttar aðferðir til að ná því markmiði að bæta andlega líðan á leikandi léttan, áhugaverðan og skemmtilegan hátt. Við nýtum m.a.:

  • Vinsemd í eigin garð (Self compassion).
  • Fjölbreyttar aðferðir núvitundarhugleiðslu (Mindful theory and meditation).
  • Bætum skilningi á mikilvægi endurskoðunar og stefnumótunar á huga og uppbyggingu heilans.
  • Samþættum 10 hamingjulykla inní þessar 12 leiðir.
  • Styrkjum jákvæða hugsun sem grundvallast á raunveruleikanum eins og hann blasir við og hugmyndafræði sem byggir á (jákvæðri sálfræði). Að samþykkja sjálfan sig hefur lífeðlisfræðileg áhrif á heilann. En ekki síður að uppgötva gimsteinana í lífinu sem eru allt í kringum okkur.
  • Lærum ,, að læra‘‘ hvaða bjargir er hægt að hafa ,,ALLTAF’’ með sér. Tilbúnar þegar á reynir í lífinu.
  • Æfingar í því hvernig má ná á stjórn á lífi sínu með að endurskoða hugsun sína og viðhorf.
  • Æfingar að bregðast við þekktum áskorunum og æfa ,,lærð’’ viðbrögð og með að ná stjórn á líðan og hvernig hægt er að virkja þekkinguna og taka hana með sér út í samfélagið og nýta í samskiptum sínum til að ná árangri í lífinu.

Fyrirspurnum svarað á ljosbrot@lydheilsusetrid.is

Verð: 25.000.-