Seiglan sigrar vandann Nýtt námskeið að byrja 15. nóvember. Kennt verður á netinu.

Seiglan sigrar vandan 12 leiðir að lífshamingjunni Kynning: Virkjaðu bardagamanninn innra með þér Námskeiðið sem við bjóðum upp á byggir á fjölbreyttum rannsóknum t.d. í lýðheilsu, sálfræði, félags- og fötlunarfræðum, sálgæslufræði, lífeðlisfræði og læknisfræði. Og við nýtum fjölbreyttar aðferðir til að ná því markmiði að bæta andlega líðan á leikandi léttan, áhugaverðan og skemmtilegan hátt. Við nýtum m.a.: Vinsemd í eigin garð (Self compassion). Fjölbreyttar aðferðir núvitundarhugleiðslu (Mindful theory and meditation). Bætum skilningi á mikilvægi endurskoðunar og stefnumótunar á huga og uppbyggingu heilans. Samþættum 10 hamingjulykla inní þessar 12 leiðir. Styrkjum jákvæða hugsun sem grundvallast á raunveruleikanum eins og hann … Halda áfram að lesa: Seiglan sigrar vandann Nýtt námskeið að byrja 15. nóvember. Kennt verður á netinu.

Pepp Upp-Farsæld til framtíðar

Vinsæla 16 vikna námskeiðið Pepp Upp – Farsæld til framtíðar byrjar 4. september 2018 Námskeið í sjálfseflingu fyrir ungt fólk Um er að ræða 16 vikna sjálfsstyrkingar úrræði fyrir 18 ára og eldri sem. Námskeiðið er sett upp í ákveðnum þrepum til að ná til og virkja nemendur. Fyrstu 8 vikurnar einkennast af gleði og skemmtun sem upphaf til að virkja nemendur. Til leiks mæta frábærir fyrirlesarar og þjóðþekktir einstaklingar. Nemendum er boðið upp á líkamsræktarþjálfun í Crossfit Reykjavík undir styrkri handleiðslu Everts Víglundssonar, einn eiganda stöðvarinnar og leiðbeinanda í Biggest Looser.  Að auki eru nemendur þjálfaðir í hugrækt, jákvæðri … Halda áfram að lesa: Pepp Upp-Farsæld til framtíðar

Lýðheilsusetrið Ljósbrot hefur verið starfandi um nokkurra ára skeið. Á þeim tíma hefur verið unnið mikið þróunarstarf á sviði vellíðan og virkni ungs fólks. Við vinnum eftir HOLOS hugmyndakerfinu sem lítur til allra þarfa einstaklingsins. Byggt er á lýðheilsulegum sjónarmiðum og heilsueflingu þar sem unnið er með mikilvægi næringar, hreyfingar, líðan og lífsstíls. Við bjóðum uppá úrræðið Pepp Upp – Framtíð til farsældar sem er afrakstur undanfarinna ára þar sem hlustað hefur verið á unga fólkið sem hefur leitað til okkar. Við notum m.a. kraftmikla fyrirlesara og samfélagsmiðla til þess að vera í góðu sambandi við fólkið okkar og hefur það … Halda áfram að lesa: