cropped-happypeople-1.jpg

Lýðheilsusetrið Ljósbrot hefur verið starfandi um nokkurra ára skeið. Á þeim tíma hefur verið unnið mikið þróunarstarf á sviði vellíðan og virkni ungs fólks. Við vinnum eftir HOLOS hugmyndakerfinu sem lítur til allra þarfa einstaklingsins. Byggt er á lýðheilsulegum sjónarmiðum og heilsueflingu þar sem unnið er með mikilvægi næringar, hreyfingar, líðan og lífsstíls.

Við bjóðum uppá úrræðið Pepp Upp – Framtíð til farsældar sem er afrakstur undanfarinna ára þar sem hlustað hefur verið á unga fólkið sem hefur leitað til okkar. Við notum m.a. kraftmikla fyrirlesara og samfélagsmiðla til þess að vera í góðu sambandi við fólkið okkar og hefur það gefið mjög góða raun.

Málefni barna og ungmenna frá aldrinum 18-25 ára.

  • Við styðjum við bakið á ungu fólki til sjálfshjálpar með því að hjálpa þeim að fóta sig á fjölbreyttum sviðum lífsins, eflast og skapa sér ný lífstíðarmarkmið full af von, bjartsýni og styrk.
  • Við aðstoðum ungmenni sem takast á við kvíða, streitu og/eða þunglyndi.
  • Við sérhæfum okkur í málefnum ungs fólks sem hafa lokið vímuefnameðferðum og leiðum þau aftur út í lífið.
  • Ungmennum sem eru farin að fikta við vímuefni eða fallið brott úr skóla.

Reynsla okkar sýnir að þessi atriði eru helstu áhættuþættir sem leitt geta til vímuefnaneyslu, sjálfsvígshugsana og dregur úr ánægju í námi, lífi og starfi.

Við bjóðum uppá einstaklings viðtöl hjá: Almennum ráðgjöfum, vímuefnaráðgjöfum og sálfræðingum.

Lýðheilsusetrið Ljósbrot hefur að markmiði að standa undir nafni og ávallt leitast við að svara kalli þeirra sem til okkar leita um aðstoð, hvort sem er á sviði betri líðan eða aðstoð af hvaða toga sem er – allt í nafni barna, ungmenna og fjölskyldna í landinu.

Í þverfaglegu teymi okkar eru ráðgjafar, sálfræðingar, fjölskylduráðgjafar, kennarar, íþróttaþjálfarar og náms- og starfsráðgjafar. Einnig er samstarf við fulltrúa á sviði íþrótta og tómstunda og viðburðastjóra hjá ýmsum stofnunum.

Lýðheilsusetrið Ljósbrot er til húsa í Skeifunni 11b.
Fyrirspurnum er svarað á netfanginu ljosbrot@lydheilsusetrid.is

Skildu eftir svar