Núvitund fyrir ungt fólk

863b9250-4401-49cf-b3f6-9f7f5fef2947

Lýðheilsusetrið Ljósbrot býður upp á 6 vikna núvitundarnámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 17-25 ára. Námskeiðið er í grunninn byggt á núvitundariðkun byggðri á hugrænni atferlismeðferð  MBCT og vinsemd í eigin garð eða “self compassion SC”. Námskeiðið er haldið fyrir þá sem haldnir eru kvíða, þunglyndi og streitu eða annan vanda.

Námskeiðið er sérsniðið að ungu fólki sem hefur átt erfitt með að nýta sér hefðbundna aðferðarfræði í núvitundariðkun. Notaðar eru skemmtilegar og áhrifaríkar aðferðir til að kynna upplifun núvitundar í gegnum skemmtilega leiki. Þá er á námskeiðinu kennt hvernig nýta má núvitund í daglegu lífi t.d. þegar fólk er að skipuleggja og setja sér markmið – til að ná þeim. Auk núvitundarþjálfunar byggist námskeiðið einnig upp á vinsemd í eigin garð sem rannsóknir sýna að auka áhrif núvitundar. Námskeiðinu fylgir námsefni og eftirfylgni á lokaðri fésbókarsíðu.

Aðalleiðbeinandi námskeiðsins, Elísabet Gísladóttir mph, gerði í sinni meistararannsókn kerfisbundna samantekt á áhrif núvitundar sem byggir á MBCT. Hún sýndi fram á að MBCT meðferð er afar áhrifarík gegn þunglyndi, kvíða og streitu, ekki síður en lyfjagjöf og einnig mjög áhrifarík samhliða lyfjum. Þá hefur hún staðið fyrir vel sóttum námskeiðum í þjálfun á hugrækt í leik og starfi á haust- og sumarsmiðjum Reykjavíkurborgar fyrir grunnskólakennara. Einnig hefur hún haldið bæði fyrirlestra og kennslu um núvitund víða um land.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 2. október nk. frá kl. 16-17.30 og er haldið í Hverafold 1-3, 2. hæð. Reykjavíkurborg styrkir námskeiðið og kostar það því aðeins 7.600 kr. Takmarkaður fjöldi kemst að til að hámarka árangur.

Skráning er á ljosbrot@lydheilsusetrid.is. Nánari upplýsingar eru í síma 821-7507 og 824-8830.

Lýðheilsusetrið Ljósbrot hefur haldið fjöldamörg námskeið fyrir breiðan hóp fólks. Til dæmis hafa hin árangursríku PEPP UPP námskeið skilað 80% árangri á því að skila unga fólkinu aftur út í samfélagið, í skóla eða vinnu. En þau hafa verið í samstarfi við Virk starfsendurhæfingu. Einn lykilþáttur þeirra námskeiða er hugræktarþjálfun eins og núvitundariðkun sem hefur sýnt sig að er öflugt verkfæri.