Pepp Upp-Farsæld til framtíðar
Vinsæla 16 vikna námskeiðið Pepp Upp – Farsæld til framtíðar byrjar 4. september 2018.
Námskeið í sjálfseflingu fyrir ungt fólk
Um er að ræða 16 vikna sjálfsstyrkingar úrræði fyrir 18 ára og eldri. Námskeiðið er sett upp í ákveðnum þrepum til að ná til og virkja nemendur.
Fyrstu 8 vikurnar einkennast af gleði og skemmtun sem upphaf til að virkja nemendur. Til leiks mæta frábærir fyrirlesarar og þjóðþekktir einstaklingar. Nemendum er boðið upp á líkamsræktarþjálfun í Crossfit Reykjavík undir styrkri handleiðslu Everts Víglundssonar, einn eiganda stöðvarinnar og leiðbeinanda í Biggest Looser. Að auki eru nemendur þjálfaðir í hugrækt, jákvæðri sálfræði, valdeflingu og markþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Að auki er lagur grunnur að hollri næringu.
Seinni 8 vikurnar er unnið markvisst með nemendum að ná markmiðum sinum og framtíðarsýn. Nemendur fá þjálfun í gegnum hlutverkaleiki í þeim tilgangi að undirbúa þau undir atvinnuviðtöl og í kvíðafullum aðstæðum. Farið verður með nemendur í heimsóknir í skóla og vinnustaði, allt eftir áhugasviði hvers og eins. Unnið er í samstarfi við Rótarý hreyfinguna sem er starfsgreina tengdur félagsskapur og hefur það m.a. að markmiði að gefa ungu fólki tækifæri í lífnu.
Heilbrigð sál í hraustum líkama
Fyrirlesari Evert Víglundsson.
Evert er einn eiganda Crossfit Reykjavík, leiðbeinandi í Biggest looser, fyrirlesari og líkamsræktarþjálfari.
Fyrirlestur hans fjallar um 4. stoðir heilbrigðis og lífshamingju.
Kvíðafullar kringumstæður
Fyrirlesari Ágústa Ósk.
Ágústa Ósk starfar sem hjónabands- og fjölskylduráðgjafi, flugfreyja, söngkona og söngkennari.
Fyrirlestur hennar fjallar um að vinna með kvíða og finna styrk í hinum ýmsu kringumstæðum, hvort sem er í námi, tengt vinnu, í erfiðum aðstæðum sem lífið getur boðið upp á eða þegar við þurfum að koma fram fyrir fjöldann.
Undirstaða góðrar heilsu
Fyrirlesari Ebba Guðný Guðmundsdóttir
Ebba er rithöfundur, sjónvarpskokkur og fyrirlesari.
Fyrirlestur hennar fjallar um nauðsyn góðs matarræðis og áhrif matar á heilsu okkar og líðan.
Áföll og úrvinnsla
Fyrirlesari Sigurbjörg Bergsdóttir.
Sigurbjörg er fjölskyldu og einstaklingsráðgjafi hjá Lausninni, Sérfræðingur í áfallafræðum (TRM) Er með með MS gráðu í stjórnun í Heilbrigðisþjónustu, Fyrirlesari og kennari.
Sigurbjörg mun fjalla um áföll og úrvinnslu.
Sjálfsmynd og sjálfstraust
Fyrirlesari Páll Óskar. – Tónlistamaður.
Fyrirlestur hans fjallar um heilbrigða sjálfsmynd, sjálfstraust og að vera sáttur í eigin skinni.
Ræðumennska
Fyrirlesari Viktor Ómarsons.
Viktor er Varaheimsforseti JCI, Ráðgjafi, Fyrirtækjaeigandi og fyrirlesari.
Fyrirlestur hans fjallar um Ræðumennsku, framkomu, sjálfstraust og framtíðarsýn.
Fjórir hamingjulyklar
Fyrirlesari Sigga Helga Jacobsen.
Sigga Helga er verkefnastjóri hjá Lýðheilsetrinu, hún starfar sem ráðgjafi, dáleiðslutæknir og fyrirlesari.
Fyrirlestur hennar fjallar um fjóra lykla að aukinni lífshamingju.
Framtíðarmarkmið
Fyrirlesari Matti Osvald.
Matti er markþjálfi og fyrirlesari.
Fyrirlestur hans fjallar um lausnarmiðað hugarfar þegar kemur að lífsstíl og markmiðum einstaklinga. Að þora að láta sig dreyma og listin að setja sig á heilbrigðan hátt í 1. sætið.
Umsjónarmenn og leiðbeinendur Pepp Upp
Elísabet Gísladóttir er annar stofnandi og ráðgjafi hjá Lýðheilsusetrinu Ljósbrot þar sem hún m.a. nýtir hugrækt til að þjálfa nemendur en hún hefur yfir 20 ára reynslu í að kenna núvitund. Elísabet er með mastergráðu í lýðheilsuvísindum MPH og starfar sem djákni í Sóltúni. Hún er með diplóma á MA í sálgæslu og fötlunarfræðum. Þá er Elísabet með kennsluréttindi og menntaður iðnrekstrarfræðingur.
Kolbrún Ingibergsdóttir
Kolbrún Ingibergsdóttir er annar stofnandi og ráðgjafi hjá Lýðheilsusetrinu Ljósbrot. Hún hefur starfað við fjölmiðla í yfir 20 ár bæði sem blaðamaður og stjórnandi og er nú að ljúka námi í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands. Kolbrún hefur einnig lokið námi í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun við Háskóla Íslands.
Námskeiðið stendur í 16 vikur og er mæting á þriðjudögum milli kl. 14:00 – 17:00 í sal Framvegis – miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 3. hæð. Mæting í Crossfit Reykjavík, Faxafeni 12, er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 12.30.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Virk-starfsendurhæfingasjóð og er einnig styrkt af Reykjavíkurborg
Frekari uppýsingar er hægt að senda á ljosbrot@lydheilsusetrid.is