Leikur lífsins

Hvenær hættir þú að leika þér? Hefur þú velt fyrir þér hver sé tilgangurinn með „leik lífsins“ og hvernig við getum leikið hann til fullnustu?

Mörgum finnst við tímalaus, áhyggjufull, að okkur skorti svo margt sem við teljum okkur þurfa nauðsynlega. Sífellt bætist við listann sem við teljum okkur þurfa að ná til að öðlast hamingju. Þetta gerum við ómeðvitað til að fylla upp í skortinn sem er oft innra með okkur.

Í hraða nútí
mans gleymum við oft að lífið er endalaust ævintýri. Við sjáum oft ekki að lífið er uppfullt af tækifærum. Nú gæti eflaust einhver sagt: „Nei, þetta er ekki rétt, líttu á allar hörmungarnar í heiminum! Það eru margir sem hafa ekki möguleika á að upplifa lífið sem ævintýri.“ Allir eiga rétt á tækifærum og hafa fulla ástæðu til að leyfa sér að eiga góðar stundir á hverjum degi fjarri amstri og áhyggjum dagsins.

Allt sem þarf er að leyfa sér að taka eftir undrunum og fegurðinni í kringum sig eins og stjörnunum, sólsetrinu, fjöllunum, skýjunum, kertaljósunum, listunum … Við þurfum aðeins að staldra við, draga djúpt inn andann og leyfa okkur að njóta og hlaða þannig batteríin. Við höfum fjálsan vilja sem enginn getur tekið frá okkur í hvaða aðstæðum sem við erum. Við getum einfaldlega ákveðið að æfa okkur í að koma auga á eitthvað jákvætt í lífinu. Viðhorf okkar og hugsun getum við sjálf ákveðið að stjórna.
Við þurfum að átta okkur á að lífið er takmarkalaust, það er frítt, ótrúlega spennandi og býður upp á ný undur á hverjum degi. Við þurfum bara að taka eftir þeim með því að stoppa og gefa okkur andartak til að koma auga á töfrana hið innra sem ytra, upplifa og taka fullan þátt í leik lífsins.

Elisabet

Elísabet Gísladóttir, framkvæmdastjóri Lýðheilsusetursins Ljósbrots.

Birt í Reykjavík vikurblað 12. desember 2015