Kvíði og þunglyndi helsta kvöl ungmenna í dag

Frá því við opnuðum Lýðheilsusetrið Ljósbrot hefur fjöldi ungs fólks leitað til okkar vegna kvíða, þunglyndis, félagsfælni og fíknar af ýmsu tagi. Öll eiga það sameiginlegt að þrá að komast út í lífið og verða virk og hamingjusöm. Við höfum rekist á að þau sem hafa leiðst út í neyslu fíkniefna eru öll með mikinn kvíða og vanlíðan sem hefur haft þau áhrif að draga úr virkni þeirra í skóla og vinnu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að geðrænir sjúkdómar verði ríkjandi árið 2030 og að fjöldi þeirra sem þurfi að kljást við þunglyndi, kvíða eða depurð einhvern tíma á ævinni muni fara vaxandi sem er

En sem betur fer eru til lausnir og það er viðfangsefni okkar hér í Lýðheilsusetrinu Ljósbrot. Við vinnum með unga fólkinu að almennri heilsueflingu og notum við það hugleiðslur eins og mindfulness, self compassion og jákvæða sálfræði. Lýðheilsusetrið Ljósbrot hefur verið að bjóða upp á ókeypis námskeið sem við köllum Pepp upp til þess að mæta þörfum unga fólksins.

Flest öll segja að þeim líði miklu betur eftir að hafa hugleitt og geti gripið til hugleiðslunnar hvenær sem þau þurfa á að halda. Eins leggjum við upp úr góðri næringu og hreyfingu. Þetta eru fyrstu skrefin til að byggja upp ungt fólk til að komast að það ástand að vera  í “ESSINU” sínu eins og við köllum það, hamingjusöm og farsæl.

Allir geta upplifað vanlíðan og dagsform okkar er í bylgjum. En ef við finnum að við erum hætt að njóta þess sem okkur fannst gaman að gera, finnum fyrir breytingum á svefn- og matarvenjum, treystum okkur ekki til að hitta vini og kunningja eða fara í skóla eða í vinnu, þá er full ástæða að skoða hvað sé í gangi.