Nýtt upphaf – ný tækifæri

Elisabet-1-198x300

Nýtt ár markar ntt upphaf, ný tækifæri og margir strengja heit á þessum tímamótum. Oft er það eitthvað sem snýst um að breyta lífi okkar til batnaðar.

Í nýlegri rannsókn á „árangri áramótaheita“, kemur fram að rúmlega 70% einstaklinga ná ekki að halda út nema í stuttan tíma. Heimspekingurinn og sálfræðingurinn William James sagði: „Til að gera breytingar á lífi okkar, verðum við gera það með áþreifanlegum hætti með glans en engum væntingum“. Þegar við veltum því fyrir okkur af hverju við setjum okkur
markmið eða áramótaheit, þá er ástæðan sú að við viljum vera hamingjusamari. Þá er næsta spurning: Hvað er það sem gerir okkur raunverulega hamingjusöm? Er það heilbrigðari lífsstíll, sveigjanleiki í vinnu eða vinna sem hentar fjölskyldunni betur? Auka herbergi í íbúð? Barn? Líta út fyrir að vera yngri? Lausn frá líkamlegum verkjum? Að léttast? Vera laus við slæma ávana? Að börnunum okkar gangi vel í skólanum? Vita hvað við viljum í raun gera við líf okkar? Vera meira styðjandi og umvefjandi foreldri eða aðstandandi? Læknast af illvígum sjúkdómi eða fötlun? Meiri peninga? Meiri tíma? Þetta eru algengustu svörin sem ég hef heyrt í gegnum árin. Ekkert af þessu gerir gæfumunin til að verða hamingjusamari.

Í rannsókn Sonju Lyubomirsky á þessu efni kemur fram að til að öðlast það líf sem við þráum þurfum við að vinna að því. Það er líka vinna að viðhalda hamingjunni þegar við höfum fundið hana. Sonja segir að til að ná raunverulegum markmiðum sé um að ræða þrjá misáhrifamikla meginþætti. Það að setja sér markmið vegur 50%, vinnan sem við leggjum í að ná markmiðum okkar er 40% og kringumstæður hvers og eins vega 10%. Þetta þýðir að við höfum heilmikið um það að segja um það hvort við náum markmiðum okkar og öðlumst hamingju.

Markmiðið sem við setjum okkur þurfa þau að vera vel skilgreind, mælanleg, viðráðanleg, raunhæf og tímasett. Sannleikurinn er sá að ef við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að setja stefnuna marvisst og meðvitað á að verða hamingjusamari þá gengur allt annað mikið betur líka. Fyrsta skrefið er að ákveða að vera hamingjusöm/samur og sjá það jákvæða í lífinu í kringum okkur. Þetta geta verið litlu kraftaverkin, eins og falleg sólarupprás, bros frá fjölskyldu og vinum, fyrsta djúpa öndunin þegar við vöknum að morgni og finnum að við erum á lífi. Annað skrefið er að vinna í því að vera jákvæð/ur og skila jákvæðni og samkennd til náungans og til þín. Velta því fyrir sér hverju það skilar, að koma fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Fara sátt/ur að sofa og vakna til nýs lífs að morgni með það að markmiði að láta þá stundina og þann daginn verða þann þann besta í lífinu. Og sjáðu hvað gerist!

Elísabet Gísladóttir, framkvæmdarstjóri Lýðheilsusetursins Ljósbrots.

Birt í Reykjavík vikublað 9. janúar 2016