Hildur Bergsdóttir

inbound7324627923542319425
    Hildur Lauk viðbótar diplómunámi á MA-stigi í barnavernd frá Hí, vorið 2010 með fyrstu einkunn. 
Útskrifaðist vorið 2004 með BA próf og starfsréttindi í félagsráðgjöf frá HÍ, með fyrstu einkunn.
Lauk vorið 1998, stúdentsprófi af íþrótta- og félagsfræðibraut Verkmenntaskólans á Akureyri, með fyrstu einkunn. 
 
Yfirstandandi Fjallamennskunám í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu 
 
2021: Adventure Europe Í Kyllburg Þýskalandi –  námskeið í reynslunámi og náttúrumeðferð
2019: Exploring the key elements of AT in Icelandic nature –  námskeið í Þórsmörk um hugmynda- og aðferðafræði í náttúrumeðferð.
 2019: GATE 2019 : Gathering Adventure Therapy Europe –  námsráðstefna í Þýskalandi um náttúrumeðferð. 
2019: “Facilitating meaningful solo experiences in nature” – námskeið í Þýskalandi um að skapa merkingarbæra og tilgangsríka einveru í náttúrunni
 2018: “Tool fair – Power up” –  námskeið/vinnusmiðjur í Króatíu um ýmiskonar aðferðarfræði í skapandi vinnu með ungu fólki
2017: “Sound of Silence” –  námskeið í Ungverjalandi um notkun þagnar í meðferð og hópavinnu 
 2015: S.O.A.P (Sports, outdoor activities and participation) – námskeið á Kýpur um nýtingu útivsitar og íþrótta sem valdeflingar verkfæri fyrir ungt fólk.
2015: Hildur tók þátt í að stýra tveim Erasmus+ ungmennaskiptaverkefnum : HUNICE 
 2014: Hlátúrsjóga Dr. Madans Kataria – leiðbeinanda námskeið í hlátursjóga
2010: Mellem folkeligt samvirke – námskeið í Danmörku um leiðtogafærni og samskipti. 
 
 Einnig hefur Hildur sótt fjölda námskeiða á sviði sjálfsstyrkingar, samskipta og leiðtogafærni.
 Hildur er með réttindi á matslista ASEBA um aðlögun, atferli og líðan og hefur lokið leiðbeinandanámskeiði RKÍ í sálrænni skyndihjálp, leiðbeinandaréttindi á sjálfstyrkingarnámsefnið Fjársjóðsleit.
Hildur hefur einnig sótt námskeið sem snúa öðru fremur að uppbyggingu og eflingu ungs fólks á vegum Endurmenntunar HÍ, Sorg og sorgarviðbrögð barna og ungmenna.
 
Hildur starfar sem félagsráðgjafi við Menntaskólann á Egilsstöðum
Hildur er annar tveggja yfir ævintýraleiðsögumanna í Ævintýraferðir fjölskyldunnar á vegu Ferðafélags Fljótsdalshérðas og Lífheims, en þar gefst börnum og foreldrum þeirra kostur á að njóta samverustunda úti í náttúrunni þar sem áhersla er lögð á jákvæða náttúruupplifun, seigluþjálfun, styrkleika og nærandi samveru. 
 
Hildur er stofnandi og aðalleiðbeinandi í Náttúruskólanum en hann er starfræktur í Fljótsdal og býður börnum og ungmennum uppá skapandi tækifæri til reynslunáms þar sem áhersla er lögð á útivist, áskoranir, tengsl við náttúruna, samskipti, samvinnu og styrkleikaþjálfun. Markmið skólans er að efla ungt fólk til umhyggju, tengsla og árverkni gagnvart sjálfum sér og náttúrunni. 
 
Hildur er annar tveggja stofnenda Hjartaslóðar sjálfsræktar og ígrundunarstokka, en stokkarnir eru fyrir alla þá sem hafa áhuga á að auka sjálfsþekkingu sína og/eða eiga í djúpum og innihaldsríkum samræðum við einhvern sem stendur hjarta þeirra nærri. 
 
Hildur sér um sjálfsstyrkingar og náttúrumeðferðarverkefnið Fire&ice í samstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum og félagasamtök YMCA á Írlandi en þar er írskum og íslenskum ungmennum boðið að efla sjálfsöryggi sitt með aðferðum náttúrumeðferðar, reynslunáms, ævintýra og áskoranna. 
Náttúrumeðferðarverkefni fyrir einstaklinga í endurhæfingu hjá Starfsendurhæfingu Austurlands er einnig í farvatninu. 
 
Hildur er einnig liðtækur útivistar- og hjólreiðaþjálfari hjá Ungmennafélaginu Þristi og hefur staðið fyrir ótal útivistar og ævintýranámskeiðum fyrir börn og unglinga. Auk alþjóðlegra ungmennaskiptaverkefna Eramus+