- Vertu þú sjálf/ur. Hugsaðu hvað það er ,,cool‘‘ að það er aðeins til ein/n ÞÚ? Það verður aldrei til annað eintak af þér! ALDREI! Frábæra ÞÚ? Ekki eyða öllum krafti þínum til að reyna að passa við mannfjöldann. Verið hugrökk, standið með ykkur!
- Finnið leiðir til að vera hamingjusöm NÚNA! Lærðu af þeim sem kann að vera sérfræðingur í sjálfum sér. Það er ekki skynsamlegt að segja:.. „Ég ætla að vera hamingjusamur þegar…“ Það gerist aldrei neitt með því hugarfari. Þú verður að finna eitthvað málefni á hverjum degi á hverju augnabliki sem kemur gleðinni af stað. Hamingjan er í huga þér. Hamingjan er ekki áfangastaður í framtíðinni. Hamingjan er núna. Finndu hana hér og nú.
- Þegar þú ert í einhverjum vafa eða veist ekki hvað þú átt að gera, veldu þrautseigju. Sársaukinn sem þú upplifir með því að ákveða að gefast upp veldur þér meiri sársauka í framhaldinu. Að ákveða að takast á við eitthvað sem þér í finnst erfitt í byrjun frelsar þig og gerir þig sterkari. Með því að ákveða að takast á við vandamálið ertu komin af stað með að sigrast á því.
- Takist á við allar erfiðar tilfinningar, ekki hlaupa frá þeim. Þú ert ekki tilfinningar þínar. Finndu út hvaða tilfinningar það eru sem þér finnst óþægilegt að sitja uppi með. Við höfum öll einhvern tímann verið í þeim sporum. Með því að æfa hugleiðslu á mindfullness lærum við að samþykkja tilfinningar og bregðast við þeim – með því að bregðast ekki við þeim. Fyrir þau sem ekki þekkja þessa aðferð getum við hugsað okkur að við komum fram við tilfinningar eins og ungabörn. Við látum börnin ekki keyra bílinn en við setjum þau heldur ekki í skottið. Við bjóðum allar tilfinningar velkomnar með bros á vör og kveðjum þær svo. Það virkar eins og fyrir töfra.
- Ekki ljúga! Segðu sannleikann. Stundum líður þér betur með að ljúga, eða að segja hálf-sannleikann. Ekki gera það. Þér líður kannski betur í stuttan tíma. Æfðu og þjálfaðu þig í heiðarleika við alla. Mikilvægast er að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum.
- Stöðugar áhyggjur af útliti – er einhver ástæða til þess? Dreifðu eggjunum þínum í fleiri körfur. Útlit, þyngd, líkami, eru dýnamískir eiginleikar sem eru alltaf að breytast og gerir það að verkum að það ótraust að treysta á þá til að rífa niður sjálfsálit og engin ástæða til. Slíkir gjörningar leiða til vonbrigða þegar einhverju takmarki er ekki náð. Safnaðu eiginleikum þínum í margar körfur til að styðja við sjálfstraust þitt og hamingju! Það sem þú setur í körfur þinar getur verið fræðsla eða upplýsingaöflun, húmor, ástundun góðvildar, hreinleiki og margt margt fleira sem byggir upp. Finndu leið til að sjá sanna fegurð endurspeglast í þessum eiginleika.
- Taktu eftir því góða í fari annarra. Það er eitthvað gott í hverri einustu lifandi manneskju. Það er bara þannig. Leitaðu eftir því. Æfðu þig í að reyna að finna það í hverjum manni sem þú rekst á. Með þessu finnur þú það góða og heila í sjálfum þér.
- Taktu gagnrýni með jákvæðni. Hugsaðu um gagnrýnina á þann hátt að verið sé að rýna til gagns. Æfðu þig í að láta það byggja þig upp og læra hvernig á að samþykkja viðbrögð til að nýta til að verða að betri sjálfur. Stundum, fyrir þau okkar sem finnst þetta djúpt, getur það verið auðveldara að forðast gagnrýni vegna þess að það getur verið sársaukafullt og of persónulegt. Taktu á því, ekki forðast að taka á móti gagnrýni. Æfingin skapar meistarann. Með því að heyra uppbyggilega gagnrýni getur þú nýtt hana til að eflast og auka sjálfstraustið.
- Lifðu lífi sem gerir þig stolta/n. Hvernig? Vinna þig aftur á bak frá eigin sannfæringu. Sjáðu þig fyrir þér í framtíðinni horfa yfir farinn veg. Er einhver eftirsjá? Hefði þú viljað gera eitthvað öðruvísi t.d. sleppa fleiri eftirréttum, snakki, stunda hreyfingu? Ætlar þú í framtíðinni að andvarpa með létti yfir þeim ákvörðunum sem þú tókst. Settu þér viðráðanleg markmið sem þú getur staðið við en ekki áskoranir sem krefjast þess að þú skjótist til stjarnanna. Alls ekki. Taktu ákvarðanir sem leiða þig í átt að lífi sem þú getur litið til baka á með stolti.
- Taktu breytingum fagnandi. Hvers vegna? Ótti við ákvarðanir og breytingar eru hamlandi. Ekki forðast áskoranir sem fela í sér breytingar. Ímyndaðu þér að þú sért tré. Þú þarft rætur til að festa þig á jörðinni og þú þarft að sveigja þig og beygja með vindum til að brotna ekki, laufskrúðið er skjól fuglanna sem tréð umfaðmar.
Höndlaðu hamingjuna með því að vinna í henni.
Elísabet Gísladóttir.