Kvíði og þunglyndi helsta kvöl ungmenna í dag

Frá því við opnuðum Lýðheilsusetrið Ljósbrot hefur fjöldi ungs fólks leitað til okkar vegna kvíða, þunglyndis, félagsfælni og fíknar af ýmsu tagi. Öll eiga það sameiginlegt að þrá að komast út í lífið og verða virk og hamingjusöm. Við höfum rekist á að þau sem hafa leiðst út í neyslu fíkniefna eru öll með mikinn kvíða og vanlíðan sem hefur haft þau áhrif að draga úr virkni þeirra í skóla og vinnu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að geðrænir sjúkdómar verði ríkjandi árið 2030 og að fjöldi þeirra sem þurfi að kljást við þunglyndi, kvíða eða depurð einhvern tíma á ævinni muni … Halda áfram að lesa: Kvíði og þunglyndi helsta kvöl ungmenna í dag

Kolbrún Ingibergsdóttir

Kolbrún Ingibergsdóttir er annar stofnandi og leiðbeinandi  hjá Lýðheilsusetrinu Ljósbrot. Hún hefur starfað við fjölmiðla í yfir 20 ár bæði sem blaðamaður og stjórnandi. Kolbrún er menntaður þroskaþjálfi. Þá nam hún Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun við Háskóla Íslands. Að auki hefur Kolbrún sótt fjölmörg námskeið og ráðstefnur bæði um lýðheilsu og hugrækt, má þarf nefna Chris Germer í „self compassion“ og hún hefur lokið 8 vikna núvitundarnámskeiði. Halda áfram að lesa: Kolbrún Ingibergsdóttir

Elísabet Gísladóttir

Elísabet Gísladóttir er annar stofnandi og leiðbeinandi hjá Lýðheilsusetrinu Ljósbrot þar sem hún m.a. nýtir hugrækt til að þjálfa ungt fólk sem að einhverjum orsökum hefur fallið úr skóla eða hefur ekki náð að fóta sig í lífinu, auk þess að bjóða námskeið sem byggja á fjölbreyttri hugrækt fyrir alla aldurshópa. Elísabet er með mastergráðu í lýðheilsuvísindum MPH en ritgerð hennar var kerfisbundin fræðileg samantekt á áhrifum núvitundar (Mindfulness) á þunglyndi, kvíða og streitu. Elísabet starfar sem djákni í Sóltúni. Hún er með diplóma á MA í sálgæslu og fötlunarfræðum. Þá er Elísabet með kennsluréttindi og menntaður iðnrekstrarfræðingur. Elísabet hefur iðkað … Halda áfram að lesa: Elísabet Gísladóttir

Fimmtán atriði sem stuðla að árangri og ánægju í vinnu/námi hvern dag

Vinsældir hugræktar hafa vaxið mjög á síðustu misserum. Fólk gerir sér æ betur grein fyrir því að ástundun hugræktar er jafn mikilvæg og ástundun líkamsræktar. Mörgum hefur þó fundist erfitt að samhæfa hugrækt að lífi og starfi. Hafa ber í huga að ástundun hugræktar er langhlaup sem aldrei er of seint að hefja. Hér er ein hugmynd að góðum degi. 1. Byrjaðu daginn með 10 mínútna núvitundar-hugleiðslu. 2. Taktu þér tíma til að njóta að borða morgunmatinn heima. 3. Minntu þig á, hvern dag, að þakka fyrir að vera á lífi og eiga næstu nýju 24 klukkustundir lífsins. 4. Forðastu … Halda áfram að lesa: Fimmtán atriði sem stuðla að árangri og ánægju í vinnu/námi hvern dag

Nýtt upphaf – ný tækifæri

Nýtt ár markar ntt upphaf, ný tækifæri og margir strengja heit á þessum tímamótum. Oft er það eitthvað sem snýst um að breyta lífi okkar til batnaðar. Í nýlegri rannsókn á „árangri áramótaheita“, kemur fram að rúmlega 70% einstaklinga ná ekki að halda út nema í stuttan tíma. Heimspekingurinn og sálfræðingurinn William James sagði: „Til að gera breytingar á lífi okkar, verðum við gera það með áþreifanlegum hætti með glans en engum væntingum“. Þegar við veltum því fyrir okkur af hverju við setjum okkur markmið eða áramótaheit, þá er ástæðan sú að við viljum vera hamingjusamari. Þá er næsta spurning: Hvað … Halda áfram að lesa: Nýtt upphaf – ný tækifæri

Finnum samkenndina um jólin

Margir kannast við að gátlistinn lengist þegar jólin nálgast. Við teljum okkur trú um að þurfa að klára hann svo jólin verði fullkomin. Þrífa allt, baka, þræða á milli búða, mæta í jólaboð, fara á jólasýningar o.s.frv. Margt er ómissandi og ánægjulegt í jólaundirbúningnum og liður í að komast í jólaskap með fjölskyldu og vinum. En stundum getur tilstandið orðið það mikið að það vex okkur yfir höfuð og okkur finnst við ekki ráða við aðstæður. Við förum að hafa áhyggjur af öllu sem við eigum eftir að gera sem við komumst ekki yfir með góðu móti. Það getur valdið … Halda áfram að lesa: Finnum samkenndina um jólin

Leikur lífsins

Hvenær hættir þú að leika þér? Hefur þú velt fyrir þér hver sé tilgangurinn með „leik lífsins“ og hvernig við getum leikið hann til fullnustu? Mörgum finnst við tímalaus, áhyggjufull, að okkur skorti svo margt sem við teljum okkur þurfa nauðsynlega. Sífellt bætist við listann sem við teljum okkur þurfa að ná til að öðlast hamingju. Þetta gerum við ómeðvitað til að fylla upp í skortinn sem er oft innra með okkur. Í hraða nútí mans gleymum við oft að lífið er endalaust ævintýri. Við sjáum oft ekki að lífið er uppfullt af tækifærum. Nú gæti eflaust einhver sagt: „Nei, … Halda áfram að lesa: Leikur lífsins

Notum jólamánuðinn í að hlúa að þeim sem minna mega sín

Fíkn tekur á sig margar og mismunandi myndir. Fíknin fer er ekki í manngreinarálit, spyr ekki um stétt eða stöðu og getur vaknað á hvaða aldri sem er. Það sem öll fíkn á þó sameiginlegt er flótti frá tilfinningalegri líðan. Fíkn framkallar breytingu á ástandi í miðtaugakerfi. Miðtaugakerfið stjórnar m.a. líðan, framkomu og hegðun. Ólíkir hlutar heilans hafa mismunandi störfum að gegna. Þegar ávana- og fíkniefni eru notuð breytist starfsemi þessara stöðva. Kvíði, óánægja, sinnuleysi og tilfinningadeyfð magnast og verða hluti af lífi einstaklingsins. Sjálfsvirðing dofnar og flókið fíknarferli fer af stað. Flótti frá hinni sönnu (tilfinninga)vitund verður meiri og … Halda áfram að lesa: Notum jólamánuðinn í að hlúa að þeim sem minna mega sín

Stundum þarf bara eina kisu

Það er ekki sú manneskja á jörðinni sem ekki hefur þörf fyrir að vera elskuð, samþykkt og meðtekin eins og hún er, sumir eiga marga að sem mæta þessari þörf en aðrir fáa, jafnvel mjög fáa, Það er samt ekki „fjöldinn“ sem færir okkur lífshamingju heldur „gæðin“ sem við eigum með þeim sem eru við hlið okkar. Ég sá einu sinni þátt í sjónvarpinu um aldraða einstaklinga á elliheimili, þar var rætt við þau um þá staðreynd að lífsneistinn væri brátt að slokkna og þeirra tími hér í þessu lífi brátt á enda. Það sem var sláandi var einmannaleikinn sem … Halda áfram að lesa: Stundum þarf bara eina kisu

Setjum fólk í fyrsta sæti

Fyrir nokkrum árum síðan var ég að vinna á sólbaðsstofu sem var staðsett við Fógetagarðinn. Ég var einstæð móðir með tvo stráka á grunnskólaaldri. Staða mín var eins og margra annarra í þjóðfélaginu, dálítið erfið. Ég var með óhagstæð lán, íbúðarlánin mín hækkuðu upp úr öllu valdi og ofan á það komu framkvæmdir á blokkinni sem ég bjó í.  Að auki var ég ekki fær um að vinna 100 prósent vinnu vegna veikinda. Á þessum tíma var fjárhagur minn ekki upp á sitt besta. Ég viðurkenni alveg að ég vældi yfir stöðu minni og lagðist í sjálfsvorkunn. En ég var móðir … Halda áfram að lesa: Setjum fólk í fyrsta sæti