Nýtt Pepp upp námskeið í janúar 2019

Nýtt Pepp Upp hefst á nýju ári um miðjan febrúar 2019.

Um er að ræða 16. vikna námskeið. Fyrstu 8 vikurnar einkennast af gleði, hópefli, og skemmtun sem upphaf til að virkja nemendur. Til leiks mæta frábærir fyrirlesarar og þjóðþekktir einstaklingar. Nemendur eru þjálfaðir í hugrækt, jákvæðri sálfræði, valdeflingu og markþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Að auki er lagður góður grunnur að hollri næringu og læra að meta lífið og það sem það býður upp á.

skor

Seinni 8 vikurnar eru unnið markvisst með nemendum að ná markmiðum sínum og framtíðarsýn. Nemendur fá þjálfun í gegnum hlutverkaleiki í þeim tilgangi að undirbúaþau undir atvinnuviðtöl og kvíðafullar aðstæður. Farið verður með nemendur í heimsóknir í skóla og vinnustaði, allt eftir áhugasviði hvers og eins.

Meðal fyrirlesara eru: Evert Víglundsson, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Bergsdóttir, Selma Björnsdóttir og Matti Osvald.

Nemendur iðka Crossfit meðan á námskeiði stendur undir styrkri leiðsögn Everts Víglundssonar. Reynslan hefur sýnt að 99% þátttakenda ná markverðum árangri með því að fara í gegnum dagskrá Pepp Upp og stunda Crossfit jafnhliða.

 

 

 

 

Núvitund fyrir ungt fólk

863b9250-4401-49cf-b3f6-9f7f5fef2947

Lýðheilsusetrið Ljósbrot býður upp á 6 vikna núvitundarnámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 17-25 ára. Námskeiðið er í grunninn byggt á núvitundariðkun byggðri á hugrænni atferlismeðferð  MBCT og vinsemd í eigin garð eða “self compassion SC”. Námskeiðið er haldið fyrir þá sem haldnir eru kvíða, þunglyndi og streitu eða annan vanda.

Námskeiðið er sérsniðið að ungu fólki sem hefur átt erfitt með að nýta sér hefðbundna aðferðarfræði í núvitundariðkun. Notaðar eru skemmtilegar og áhrifaríkar aðferðir til að kynna upplifun núvitundar í gegnum skemmtilega leiki. Þá er á námskeiðinu kennt hvernig nýta má núvitund í daglegu lífi t.d. þegar fólk er að skipuleggja og setja sér markmið – til að ná þeim. Auk núvitundarþjálfunar byggist námskeiðið einnig upp á vinsemd í eigin garð sem rannsóknir sýna að auka áhrif núvitundar. Námskeiðinu fylgir námsefni og eftirfylgni á lokaðri fésbókarsíðu.

Aðalleiðbeinandi námskeiðsins, Elísabet Gísladóttir mph, gerði í sinni meistararannsókn kerfisbundna samantekt á áhrif núvitundar sem byggir á MBCT. Hún sýndi fram á að MBCT meðferð er afar áhrifarík gegn þunglyndi, kvíða og streitu, ekki síður en lyfjagjöf og einnig mjög áhrifarík samhliða lyfjum. Þá hefur hún staðið fyrir vel sóttum námskeiðum í þjálfun á hugrækt í leik og starfi á haust- og sumarsmiðjum Reykjavíkurborgar fyrir grunnskólakennara. Einnig hefur hún haldið bæði fyrirlestra og kennslu um núvitund víða um land.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 2. október nk. frá kl. 16-17.30 og er haldið í Hverafold 1-3, 2. hæð. Reykjavíkurborg styrkir námskeiðið og kostar það því aðeins 7.600 kr. Takmarkaður fjöldi kemst að til að hámarka árangur.

Skráning er á ljosbrot@lydheilsusetrid.is. Nánari upplýsingar eru í síma 821-7507 og 824-8830.

Lýðheilsusetrið Ljósbrot hefur haldið fjöldamörg námskeið fyrir breiðan hóp fólks. Til dæmis hafa hin árangursríku PEPP UPP námskeið skilað 80% árangri á því að skila unga fólkinu aftur út í samfélagið, í skóla eða vinnu. En þau hafa verið í samstarfi við Virk starfsendurhæfingu. Einn lykilþáttur þeirra námskeiða er hugræktarþjálfun eins og núvitundariðkun sem hefur sýnt sig að er öflugt verkfæri.

Pepp Upp-Farsæld til framtíðar

Vinsæla 16 vikna námskeiðið Pepp Upp – Farsæld til framtíðar byrjar 4. september 2018.

Námskeið í sjálfseflingu fyrir ungt fólk

friendsgrouplogo

Um er að ræða 16 vikna sjálfsstyrkingar úrræði fyrir 18 ára og eldri. Námskeiðið er sett upp í ákveðnum þrepum til að ná til og virkja nemendur.

Fyrstu 8 vikurnar einkennast af gleði og skemmtun sem upphaf til að virkja nemendur. Til leiks mæta frábærir fyrirlesarar og þjóðþekktir einstaklingar. Nemendum er boðið upp á líkamsræktarþjálfun í Crossfit Reykjavík undir styrkri handleiðslu Everts Víglundssonar, einn eiganda stöðvarinnar og leiðbeinanda í Biggest Looser. Að auki eru nemendur þjálfaðir í hugrækt, jákvæðri sálfræði, valdeflingu og markþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Að auki er lagur grunnur að hollri næringu.

Seinni 8 vikurnar er unnið markvisst með nemendum að ná markmiðum sinum og framtíðarsýn. Nemendur fá þjálfun í gegnum hlutverkaleiki í þeim tilgangi að undirbúa þau undir atvinnuviðtöl og í kvíðafullum aðstæðum. Farið verður með nemendur í heimsóknir í skóla og vinnustaði, allt eftir áhugasviði hvers og eins.  Unnið er í samstarfi við Rótarý hreyfinguna sem er starfsgreina tengdur félagsskapur og hefur það m.a. að markmiði að gefa ungu fólki tækifæri í lífnu.

Heilbrigð sál í hraustum líkama

14257591_1233175260066706_6927240243294721853_o

Fyrirlesari Evert Víglundsson.

Evert er einn eiganda Crossfit Reykjavík, leiðbeinandi í Biggest looser, fyrirlesari og líkamsræktarþjálfari.

Fyrirlestur hans fjallar um 4. stoðir heilbrigðis og lífshamingju.

 Kvíðafullar kringumstæður

10660315_10152238955452191_8922506434269819440_n

 Fyrirlesari Ágústa Ósk.

Ágústa Ósk starfar sem hjónabands- og fjölskylduráðgjafi, flugfreyja, söngkona og söngkennari.

Fyrirlestur hennar fjallar um að vinna með kvíða og finna styrk í hinum ýmsu kringumstæðum, hvort sem er í námi, tengt vinnu, í erfiðum aðstæðum sem lífið getur boðið upp á eða þegar við þurfum að koma fram fyrir fjöldann.

Undirstaða góðrar heilsu

IMG_0186

Fyrirlesari Ebba Guðný Guðmundsdóttir

Ebba er rithöfundur, sjónvarpskokkur og fyrirlesari.

Fyrirlestur hennar fjallar um nauðsyn góðs matarræðis og áhrif matar á heilsu okkar og líðan.

Áföll og úrvinnsla

13962564_10208949067978348_4780203379064017132_n

Fyrirlesari Sigurbjörg Bergsdóttir.

Sigurbjörg er fjölskyldu og einstaklingsráðgjafi hjá Lausninni, Sérfræðingur í áfallafræðum (TRM) Er með með MS gráðu í stjórnun í Heilbrigðisþjónustu, Fyrirlesari og kennari.

Sigurbjörg mun fjalla um áföll og úrvinnslu.

Sjálfsmynd og sjálfstraust

20046347_1583320188386810_8863057502983938678_n

 Fyrirlesari Páll Óskar. – Tónlistamaður.

 Fyrirlestur hans fjallar um heilbrigða sjálfsmynd, sjálfstraust og að vera sáttur í eigin skinni.

Ræðumennska

21462310_10155092765863789_4019552792660867060_n

Fyrirlesari Viktor Ómarsons.

Viktor er Varaheimsforseti JCI, Ráðgjafi, Fyrirtækjaeigandi og fyrirlesari.

Fyrirlestur hans fjallar um Ræðumennsku, framkomu, sjálfstraust og framtíðarsýn.

Fjórir hamingjulyklar 

11088353_987113568036916_1058571670940438100_n

Fyrirlesari Sigga Helga Jacobsen.

Sigga Helga er verkefnastjóri hjá Lýðheilsetrinu, hún starfar sem ráðgjafi, dáleiðslutæknir og fyrirlesari.

Fyrirlestur hennar fjallar um fjóra lykla að aukinni lífshamingju. 

Framtíðarmarkmið

15875330_10154933162633464_4664758765173971962_o

 Fyrirlesari Matti Osvald.

Matti er markþjálfi og fyrirlesari.

Fyrirlestur hans fjallar um lausnarmiðað hugarfar þegar kemur að lífsstíl og markmiðum einstaklinga. Að þora að láta sig dreyma og listin að setja sig á heilbrigðan hátt í 1. sætið.

Umsjónarmenn og leiðbeinendur Pepp Upp 

Elisabet-1-198x300

Elísabet Gísladóttir er annar stofnandi og ráðgjafi hjá Lýðheilsusetrinu Ljósbrot þar sem hún m.a. nýtir hugrækt til að þjálfa nemendur en hún hefur yfir 20 ára reynslu í að kenna núvitund. Elísabet er með mastergráðu í lýðheilsuvísindum MPH og starfar sem djákni í Sóltúni. Hún er með diplóma á MA í sálgæslu og fötlunarfræðum. Þá er Elísabet með kennsluréttindi og menntaður iðnrekstrarfræðingur.

Kolbrún Ingibergsdóttir 

FullSizeRender

Kolbrún Ingibergsdóttir er annar stofnandi og ráðgjafi hjá Lýðheilsusetrinu Ljósbrot. Hún hefur starfað við fjölmiðla í yfir 20 ár bæði sem blaðamaður og stjórnandi og er nú að ljúka námi í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands.  Kolbrún hefur einnig lokið námi í  Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun við Háskóla Íslands.

Námskeiðið stendur í 16 vikur og er mæting á þriðjudögum milli kl. 14:00 – 17:00 í sal Framvegis – miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 3. hæð.  Mæting í Crossfit Reykjavík, Faxafeni 12, er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 12.30.  

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Virk-starfsendurhæfingasjóð og er einnig styrkt af Reykjavíkurborg 

Frekari uppýsingar er hægt að senda á ljosbrot@lydheilsusetrid.is

Tíu reglur til ungmenna að lifa hamingjusamlega

 1. Vertu þú sjálf/ur. Hugsaðu hvað það er ,,cool‘‘ að það er aðeins til ein/n ÞÚ? Það verður aldrei til annað eintak af þér! ALDREI! Frábæra ÞÚ? Ekki eyða öllum krafti þínum til að reyna að passa við mannfjöldann. Verið hugrökk, standið með ykkur!
 1. Finnið leiðir til að vera hamingjusöm NÚNA! Lærðu af þeim sem kann að vera sérfræðingur í sjálfum sér. Það er ekki skynsamlegt að segja:.. „Ég ætla að vera hamingjusamur þegar…“ Það gerist aldrei neitt með því hugarfari. Þú verður að finna eitthvað málefni á hverjum degi á hverju augnabliki sem kemur gleðinni af stað. Hamingjan er í huga þér. Hamingjan er ekki áfangastaður í framtíðinni.  Hamingjan er núna. Finndu hana hér og nú.
 1. Þegar þú ert í einhverjum vafa eða veist ekki hvað þú átt að gera, veldu þrautseigju. Sársaukinn sem þú upplifir með því að ákveða að gefast upp veldur þér meiri sársauka í framhaldinu. Að ákveða að takast á við eitthvað sem þér í finnst erfitt í byrjun frelsar þig og gerir þig sterkari. Með því að ákveða að takast á við vandamálið ertu komin af stað með að sigrast á því.
 1. Takist á við allar erfiðar tilfinningar, ekki hlaupa frá þeim. Þú ert ekki tilfinningar þínar. Finndu út hvaða tilfinningar það eru sem þér finnst óþægilegt að sitja uppi með. Við höfum öll einhvern tímann verið í þeim sporum. Með því að æfa hugleiðslu á mindfullness lærum við að samþykkja tilfinningar og bregðast við þeim – með því að bregðast ekki við þeim.  Fyrir þau sem ekki þekkja þessa aðferð getum við hugsað okkur að við komum fram við tilfinningar eins og ungabörn. Við látum börnin ekki keyra bílinn en við setjum þau heldur ekki í skottið. Við bjóðum allar tilfinningar velkomnar með bros á vör og kveðjum þær svo. Það virkar eins og fyrir töfra.
 1. Ekki ljúga! Segðu sannleikann. Stundum líður þér betur með að ljúga, eða að segja hálf-sannleikann. Ekki gera það. Þér líður kannski betur í stuttan tíma. Æfðu og þjálfaðu þig í  heiðarleika við alla. Mikilvægast er að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum. 
 1. Stöðugar áhyggjur af útliti – er einhver ástæða til þess? Dreifðu eggjunum þínum í fleiri körfur. Útlit, þyngd, líkami, eru dýnamískir eiginleikar sem eru alltaf að breytast og gerir það að verkum að það ótraust að treysta á þá til að rífa niður sjálfsálit og engin ástæða til. Slíkir gjörningar leiða til vonbrigða þegar einhverju takmarki er ekki náð. Safnaðu eiginleikum þínum í margar körfur til að styðja við sjálfstraust þitt og hamingju! Það sem þú setur í körfur þinar getur verið fræðsla eða upplýsingaöflun, húmor, ástundun góðvildar, hreinleiki og margt margt fleira sem byggir upp. Finndu leið til að sjá sanna fegurð endurspeglast í þessum eiginleika.
 1. Taktu eftir því góða í fari annarra. Það er eitthvað gott í hverri einustu lifandi manneskju. Það er bara þannig. Leitaðu eftir því. Æfðu þig í að reyna að finna það í hverjum manni sem þú rekst á. Með þessu finnur þú það góða og heila í sjálfum þér.
 1. Taktu gagnrýni með jákvæðni. Hugsaðu um gagnrýnina á þann hátt að verið sé að rýna til gagns.  Æfðu þig í að láta það byggja þig upp og læra hvernig á að samþykkja viðbrögð til að nýta til að verða að betri sjálfur. Stundum, fyrir þau okkar sem finnst þetta djúpt, getur það verið auðveldara að forðast gagnrýni vegna þess að það getur verið sársaukafullt og of persónulegt. Taktu á því, ekki forðast að taka á móti gagnrýni. Æfingin skapar meistarann. Með því að heyra uppbyggilega gagnrýni getur þú nýtt hana til að eflast og auka sjálfstraustið.
 1. Lifðu lífi sem gerir þig stolta/n. Hvernig? Vinna þig aftur á bak frá eigin sannfæringu. Sjáðu þig fyrir þér í framtíðinni horfa yfir farinn veg. Er einhver eftirsjá? Hefði þú viljað gera eitthvað öðruvísi t.d. sleppa fleiri eftirréttum, snakki, stunda hreyfingu? Ætlar þú í framtíðinni að andvarpa með létti yfir þeim ákvörðunum sem þú tókst. Settu þér viðráðanleg markmið sem þú getur staðið við en ekki áskoranir sem krefjast þess að þú skjótist til stjarnanna. Alls ekki. Taktu ákvarðanir sem leiða þig í átt að lífi sem þú getur litið til baka á með stolti.
 1. Taktu breytingum fagnandi. Hvers vegna? Ótti við ákvarðanir og breytingar eru hamlandi. Ekki forðast áskoranir sem fela í sér breytingar. Ímyndaðu þér að þú sért tré. Þú þarft rætur til að festa þig á jörðinni og þú þarft að sveigja þig og beygja með vindum til að brotna ekki, laufskrúðið er skjól fuglanna sem tréð umfaðmar.

 

Höndlaðu hamingjuna með því að vinna í henni.

Elisabet

Elísabet Gísladóttir.

Sigga Helga Jacobsen

13507010_10208973839090535_8236205886941731355_n

Sigga Helga er verkefnastjóri hjá Lýðheilsusetrinu. 

Hún hefur starfað  til margra ára sem fyrirlesari og er að auki dáleiðslutæknir.

Sigga Helga hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða bæði hér á landi og erlendis.

Hjalti Enok Pálsson

22547504_1650506561697610_1311178313_n
Hjalti Enok er Tómstunda- og félagsmálafræðingur með M.A. próf í Menntun Framhaldsskólakennara.
Hjalti Enok hefur starfað með ungu fólki um árabil bæði í leik og starfi. Félagsmálatröll sem hefur sinnt hinum ýmsu félagsstörfum í gegnum tíðina og fengist við fjölbreytta flóru verkefna.

Get­ur fram­hjá­hald átt sér stað í góðum sam­bönd­um?

Ágústa Ósk Óskarsdóttir.
Ágústa Ósk Óskars­dótt­ir.

„Oft er mik­ill mun­ur á því sem fólk al­mennt tel­ur vera rétt varðandi til­tek­in mál­efni og svo staðreynd­um máls. Slík er ein­mitt raun­in þegar rætt er um eðli og or­sak­ir fram­hjá­halds. Hér á eft­ir mun ég setja fram full­yrðing­ar sem eru al­geng­ar en engu að síður byggðar á rang­hug­mynd­um og svo staðreynd­ir sem byggj­ast á niður­stöðum rann­sókna,“ seg­ir Ágústa Ósk Óskars­dótt­ir sem skrifaði BA-rit­gerð þess efn­is hvort para­sam­bönd ættu líf eft­ir fram­hjá­hald. Nú er hún kom­in í meist­ara­nám og er að skoða fram­hjá­hald bet­ur. Á meðan hún rann­sak­ar fram­hjá­hald ætl­ar hún að blogga á Smartlandi Mörtu Maríu. 

„Þegar pör þurfa að horf­ast í augu við að fram­hjá­hald er orðið raun­veru­leiki í sam­bandi þeirra er gott að geta leitað svara. Skipt­ir þó máli hvaðan svör­in koma því fram­hjá­hald er viðkvæmt mál­efni og svo virðist sem all­ir hafi skoðun á því og vilji ráðleggja par­inu í kjöl­farið (þeir sem ekki hafa lent í þess­um aðstæðum reyn­ast oft hafa hvað sterk­ast­ar skoðanir).

Dæmi um rang­hug­mynd og raun­veru­leika eru:

– Rang­hug­mynd: Fram­hjá­hald á sér aðeins stað í óham­ingju­söm­um hjóna­bönd­um eða para­sam­bönd­um.

– Staðreynd: Fram­hjá­hald get­ur átt sér stað í góðum sam­bönd­um. Fram­hjá­hald snýst oft ekki um ást held­ur meira um spenn­una sem felst í því að fara yfir mörk hins leyfi­lega og samþykkta.

– Rang­hug­mynd: Fram­hjá­hald snýst yf­ir­leitt aðeins um kyn­líf.

– Staðreynd: Það sem oft dreg­ur ein­stak­ling út í fram­hjá­hald er hvernig hann spegl­ar sig í aðdá­un­ar­aug­um viðhalds­ins. Annað sem spil­ar sterkt inn er að ein­stak­ling­ur­inn upp­götv­ar nýtt hlut­verk sem elsk­hugi og ný tæki­færi til að byggja upp nýtt sam­band.

– Rang­hug­mynd: Hinn ótrúi maki skil­ur alltaf eft­ir sig vís­bend­ing­ar, þannig að ef maka hans grun­ar ekk­ert þá er hann í raun í af­neit­un, gref­ur höfuðið í sand­inn og neit­ar að sjá það aug­ljósa.

– Raun­veru­leiki: Mik­ill meiri­hluti fram­hjá­halda kemst aldrei upp. Sum­ir ein­stak­ling­ar geta  hólfað líf sitt svo „vel” niður og þannig aðgreint tvö­falda lífið eða eru svo góðir lyg­ar­ar að mak­ar þeirra kom­ast aldrei að neinu.

– Rang­hug­mynd: Ein­stak­ling­ur, sem er að halda fram­hjá, sýn­ir minni áhuga á kyn­lífi heima fyr­ir.

– Raun­veru­leiki: Spenn­an, sem mynd­ast við fram­hjá­haldið, get­ur aukið ástríðuna heima fyr­ir og gert kyn­lífið enn meira spenn­andi.

– Rang­hug­mynd: Ein­stak­ling­ur sem held­ur fram­hjá er ekki að „fá nóg“ heima hjá sér.

– Raun­veru­leiki: Sann­leik­ur­inn er sá að hinn ótrúi er lík­lega ekki að gefa nóg. Staðreynd­in er sú að maki sem gef­ur of lítið af sér er í meiri hættu á að halda fram hjá en sá sem gef­ur mikið.

– Rang­hug­mynd: Ótrúr maki finn­ur að öllu sem hinn mak­inn ger­ir.

– Raun­veru­leiki: Hann eða hún geta þvert á móti farið í hina átt­ina og verið al­veg frá­bær til þess að koma í veg fyr­ir að fram­hjá­haldið upp­götvist. Þó er lík­legt að viðkom­andi ein­stak­ling­ar séu mjög dæm­andi og ljúf­ir til skipt­is.

För­um var­lega þegar kem­ur að full­yrðing­um varðandi fram­hjá­hald, sýn­um skiln­ing og til­lits­semi, hvort sem við erum að tala við ger­anda, þolanda eða þriðja aðila. “

Hinn gullni meðalvegur

 eldad-med-ebbu-banner-is

Ég hef verið garfandi í heilsutengdum efnum sl. 18 ár. Hér að neðan er samantekt á því sem mér finnst ég hafa komist að eftir allt þetta heilsubrölt, öðrum hugsanlega til aðstoðar og einföldunar.

 1. Ég held að sama mataræði henti ekki öllum. Og stundum hentar manni svona mataræði núna, en ekki seinna (ef þið skiljið mig – og þá breytir maður til). Aðalmálið er að hafa matinn hreinan og forðast eftirlíkingar af mat, drekkhlaðnar aukaefnum og orðum sem enginn skilur. Heillavænlegast fyrir líkama og sál er að velja alltaf gæði og hreinleika. Það mun á endanum ekki kosta meira (ég lofa) vegna þess að næringarríkur matur mettar mann betur og fyrr en næringarsnauður og að öllum líkindum fækkar læknisheimsóknum. Afar mikilvægt fyrir jörðina og budduna er einnig að fara ávallt vel með allan mat og gæta þess að ekkert fari til spillis. Munið að gæta hreinlætis svo maturinn endist betur. Það er snjallt að frysta það sem liggur undir skemmdum, þroskaðir ávextir, grænmeti og annað sem lítur út fyrir að þið náið ekki að borða í tæka tíð. Það er þægilegt að eiga niðurskorið grænmeti í frysti til að henda í súpur og pottrétti og niðurskorna ávexti í þeytinga.

2. Það er mikill hávaði á alnetinu varðandi mismunandi mataræði. Nokkur dæmi;  Vegetarian (grænmetisfæði), vegan (þá er líka afurðum dýra sleppt, eins og eggjum og mjólkurafurðum), paleo (áhersla á próteinríkt fæði og lítið af sterkju; kjöt, fiskur, hnetur, fræ, avókadó, grænmeti og ávextir) og svo lágkolvetna mataræði þar sem ávöxtum er líka sleppt og jafnvel sterkjuríku grænmeti, svo eitthvað sé nefnt. Ég trúi að aðalmálið sé að hver og einn fylgi því mataræði sem honum hentar en leggi ávallt áherslu á hreinleika, gæði og hófsemi.

3. Allar öfgar, stíf boð og bönn geta endað með ósköpum eins og reglulegu ofáti og þráhyggju fyrir því sem ekki má. Til að eiga friðsamlegt líf, skemmtilegt og gleðjandi er oftast best að reyna í öllu að einfalda líf sitt og vera hæfilega kærulaus í mataræði sem og mörgu öðru, taka undantekningum með opnum örmum og geta brugðist við án þess að fara í ‘panikk’. Þetta er að sjálfsögðu bara mín skoðun, lituð af aldri og vonandi visku. Það er ekki gott ef mataræði stjórnar lífi okkar algjörlega. Ef við erum farin að forðast að hitta fólk eða mæta í allskyns boð og samkundur, þá er gott að skoða aðeins málið. Þó við borðum oftast ekki þetta eða hitt, þá gerist ekkert hræðilegt, þó maður smakki það endrum og sinnum. Líkaminn þolir vel óvæntar uppákomur. Líkaminn er ótrúlega sterkur og sniðugur. Ég skil og veit að sumir þola illa hálfkák og verða að gera alla hluti algjörlega eða ekki (og sumir með ofnæmi). En þeir sem eru það ekki, þurfa þess ekki og langar það ekki, ættu frekar að velja sér einhverja línu í mataræði sem þeim líkar, finnst góð (góður maturinn), líður vel af, eru ánægðir með en vera óhræddir við óvæntu uppákomurnar sem ferðalögin, veislurnar og allt hitt óhjákvæmlega hefur í för með sér og getur glatt ef maður er ekki of stressaður.

4. Miklar líkur eru á því að maður komist í kjörþyngd og sé þar, ef borðaður er næringarríkur matur, nóg af góðu próteini og gæðafitu hvern dag, hollt borðað á undan sætindum, hófsemi í matarskömmtun (mjög mikilvægt, snjallt að nota minni diska og skálar en stærri) og regluleg hreyfing. Og þá er ég bara að tala um hæfilega hreyfingu, engar öfgar. En kannski er stundum vandamálið að við erum að reyna að pína líkamann okkar til að vera í þyngd sem honum er ekki eðlilegt að vera í. Þá geta vandamál komið upp. Við erum svo misjöfn að upplagi, sumir grannvaxnari en aðrir og enginn eins í laginu. Mikið er um að fólk reyni allskyns öfgar til að halda einhverri ákveðinni þyngd, sem er eins og beita líkamann ofbeldi og getur endað með öfgum í hina áttina.

5. Það er bæði óhollt að borða yfir sig og svelta sig. Best er að borða þannig að manni líði vel og maður geti vel farið í göngutúr eftir matinn. Ofát er mikið álag á líkamann. Og best væri ef við gætum öll séð fegurðina í okkur sjálfum og verið okkur góð.

Í gegnum árin hefur þetta verið rauður þráður í mínu mataræði og gagnast mér vel:

*Kaupa nánast eingöngu hreinan gæðamat.

*Fara vel með mat, ekki henda mat og frysta mat sem liggur undir skemmdum.

*Kaupa minna inn í einu en meira (þá minnkar hættan á því að maður hendi mat).

*Borða nóg af gæðafitu og gæðapróteini hvern dag.

*Nota sætu eins og döðlur, lífrænt hunang, banana, stevíu, hrásykur og kókospálmasykur.

*Taka mikið inn af góðgerlum (mismunandi tegundir) og líka hægt að borða örlítið af súrkáli 1-2 sinnum á dag fyrir máltíðir.

*Ég er farin að taka meira inn af bætiefnum eftir því sem ég eldist og finn að það gerir mér gott (D-vítamín mjög mikilvægt fyrir okkur öll og sjálf tek ég magnesium inn öll kvöld).

*Drekka volgt vatn um leið og ég vakna; 1-3 glös (Hreinsar húð og líkama).

*Flesta morgna kreisti ég 1/2 súraldin eða sítrónu í glas og drekk með slettu af lífrænni ólífuolíu og skola svo tennur vel með vatni. Þetta er gott fyrir hægðirnar og gerir líkamann basískan (og því gott við nábít og brjóstsviða). Oft á ég lífrænan rauðrófusafa eða gulrótasafa og set saman við líka og úr verður ljúffengur drykkur. Stundum geri ég grænan djús; grænkál eða gúrka, engifer, epli, sítróna eða súraldin.

*Athugið að prótein og fita mettar og heldur blóðsykri stöðugum (þá sækjum við minna/lítið í sætindi). Þess vegna er mikilvægt að fá í flestum máltíðum gæðafitu og prótein. Mér finnst best að borða eingöngu prótein og fitu í morgunmat. Það slær algjörlega á sætulöngun.

Dæmi um góð prótein og fitu; Egg (lífræn), kjöt, fiskur, avókadó, hnetur, möndlur, fræ, lífrænar mjólkurafurðir, baunir og linsur, kaldpressaðar olíur (dökkum umbúðum) og hreint smjör sem dæmi.

Glútenlaus döðlukaka

.. alveg hræðilega góð og sívinsæl og mjög einföld. Er búin að búa hana til í grilljón og eitt ár og fæ aldrei leið á henni

Fyllingin:

250 g döðlur

100 ml lífrænn eplasafi eða annar ávaxtasafi (má sleppa og nota bara vatn)

100 ml vatn

Hita döðlur, safa og vatn saman að suðu í fremur litlum potti, slökkva þá undir og láta standa á meðan botninn er útbúinn.

Botninn:

110 g möndlur

110 g kókosmjöl

50 g kaldpressuð kókosolía eða 70g kalt smjör í bitum (má bæta við ef ykkur finnst þurfa þykja)

Ögn af vatni (til að ná þessu saman ef þarf) Ber og/eða ávextir til að skreyta og bragðbæta kökuna með í lokin (má nota frosin)

 1.   Hitið ofninn ykkar í 150°C.
 2. Setjið möndlur og kókosmjöl í blandara eða matvinnsluvél og malið smátt.
 3. Setjið möndlur og kókosmjöl í skál og blandið saman við smjör/kókosolíuna og vatnið (bara ef þarf) með höndunum.
 4. Pressið ofan í eldfast kökuform (24 cm um það bil), pikkið í botninn með gaffli hér og þar og bakið í um 18 mínútur.
 5. Á meðan botninn bakast maukið döðlurnar með töfrasprota ofan í pottinum eða í blandara/matvinnsluvél.
 6. Þegar botninn er svo bakaður setjið þið döðlumassann ofan á hann og skreytið svo með ferskum eða frosnum ávöxtum!

*Ég nota mjög oft lífræn frosin ber ofan á.

 

Ebba Guðný

www.pureebba.com